Sögu hringur í Nesi listamiðstöð með Mari Mathlin frá Finnlandi

Sögu hringur í Nesi listamiðstöð með Mari Mathlin frá Finnlandi

Allir ættu að þekkja rætur sínar og staðarins sem þeir búa á.

Markmið námskeiðsins er að deila upplýsingjum um sögu Skagastrandar ásamt sögum frá Skagaströnd með frásögnum og listsköpun. Námskeiðið er opið öllum börnum,  foreldrum, öfum og ömmu. Í hverjum tíma verður sögumaður og þema. Hægt er að taka þátt í öllum tímunum eða bara einum.

Tími 1: Lífið á Skagaströnd                                    8.maí 2010 kl. 13.00 – 14.30

Við munum búa til módel af Skagaströnd eins og hún leit út í gamla daga. Notuð verða pappír, pappi, sandur og steinar. Ef þú átt eitthvað sem þig langar að nota við gerð módelsins er þér velkomið að taka það með.

Sögumaður: Magnús B. Jónsson

Tími 2: Fólkið á Skagaströnd                                     15.maí 2010 kl. 13.00 – 14.30

Við munum heyra sögur af fólki sem búið hefur á Skagaströnd. Í tímanum munum við mála sjálfsmyndir af íbúum Skagastrandar í dag.

Sögumaður: Sigrún Lárusdóttir

Tími 3: Nýjar sögur af Skagaströnd                  17.maí 2010 kl. 14.00  – 16.00

Við munum vinna að sögugerð og listsköpun til að búa til nýjar sögur af Skagaströnd. Nemendur velja sjálfir hvað tækni þeir vilja beita. Í lok tímans munu allir deila sýnum sögum með samnemendum sínum.

Námskeiðið er frítt, verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra

Endilega komið með pensla, liti, blýanta og annað sem þið haldið að komið að gagni með ykkur.

Allir velkomnir

Leave a Reply

Your email address will not be published.