Skiptimarkaður í Nesi listamiðstöð

Í dag 16.september opnar skiptimarkaður í Nesi listamiðstöð klukkan 18:00.

Fyrir skiptimarkaðnum standa listakonurnar Marion Bösen og Anja Fuβbach frá Þýskalandi. Skiptimarkaðurinn fer þannig fram að allir geta komið með eitthvað sem þeir hafa gert sjálfir og skipt því fyrir listaverk eftir þær Anja, Marion og vini þeirra.  Eins og sjá má að upptalningunni hérna fyrir neðan er hægt að skipta við þær á nánast hverju sem er svo lengi sem þú býrð það til sjálfur eða framkvæmir það sjálfur. Ekki er nauðsynlegt að koma með eitthvað til að skipta við þær strax í dag, endilega kíkið við og skoðið hvað er í boði og notið síðan hugmyndaflugið til að búa til eða gera eitthvað fyrir þær í skiptum fyrir plakat, geisladisk eða dvd.

Skiptimarkaður
Nes Listamiðstöð, Ísland
16. -26.september 2010

Myndir, tónlist og kvikmyndir úr daglegu lífi okkar í Bremen

Við viljum bjóða þér okkar eigin listaverk til skiptanna:
grafíkverk, bækur, geisladiska, stuttmyndir og dvd.

Ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega koma og við skiptum:

-Ef þú ert ljósmyndari þá geturðu tekið myndir af okkur
-Ef þú ert bakari geturðu bakað köku handa okkur
-Ef þú átt bát þá geturðu farið með okkur í bátsferð
-Ef þú ert listamaður þá getum við fengið verk frá þér
-Ef þú átt hesta þá getum við farið í sameiginlegan reiðtúr
-Ef þú ert góður kokkur þá geturðu elda fyrir okkur
-Eða þú ferð með okkur í Kántrýbæ
-Eða þú ferð með okkur í sund
-Eða þú segir okkur sögur
-Eða þú ferð með okkur á safn
-Eða þú gerir bara eitthvað allt annað í skiptum fyrir hluti frá okkur!

Veltu fyrir þér hvað það er sem þig langar í og hvað það er sem þú vilt að við fáum í staðinn. Við ætlum að gera heimildarmynd um þennan skiptimarkað og sýna heima í Bremen.

Sýningin opnar 16.september klukkan 18:00
Sýningartími (skiptitími) er á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá klukkan 15:00 – 18:00 að Fjörubraut 8 Skagaströnd. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 10:00 til 17:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published.