Sýning og gjörningur

Sýningin Light Rock verður opin í Frystinum alla helgina frá klukkan 13 til 17. Á sunnudaginn verða þau Shiloh og Roland með listamannaspjall klukkan 14 þar sem þau segja okkur frá verkum sínum og dvöl sinni hér. Á sunnudaginn verður einnig gjörningur í Hólaneskirkju með tónlist og dansi klukkan 20. Við hvetjum alla til að koma og gera sér glaðan dag á Skagaströnd og mælum við eindregið með því að allir byrji á því að fá sér súpu í Fellsborg til styrktar Ungmennafélaginu Fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.