Nes listamaður með sýningu í Reykjavík

English below

Aimée Xenou dvaldi hjá okkur hérna í Nesi listamiðstöð síðastliðna 3 mánuði. Hún vann ýmis verkefni með aðstoð bæjarbúa á þeim tíma , meðal annars gekk hún á milli bæjarbúa og fékk þá til að kenna sér eitt orð á íslensku. Þýðingu orðsins mátti hins vegar aðeins segja í táknmáli eða á íslensku og þangað til Aimée skildi það. Þannig safnaði hún saman á annað hundrað orðum sem hún reyndi að tileinka sér.

Aimée Xenou ásamt foreldrum sínum
Aimée Xenou ásamt foreldrum sínum

“Hvernig er að vera alltaf útum allt og skilja ekki tungumálin,“ spurði Katla, nemandi við Höfðaskóla á Skagaströnd. Aimée fannst þetta góð spurning og ákvað því að reyna að sýna okkur hvernig það er að skilja ekki. Hún fékk Ástbjörgu Rut Jónsdóttur í lið með sér og saman gerðu þær myndband þar sem Ástbjörg flytur orðin sem Aimée safnaði á íslensku táknmáli.

 

Í dag þriðjudaginn 8.mars klukkan 20:00 stendur Aimée Xenou fyrir gagnvirkum gjörningi sem gengur undir nafninu “your icelandic – a continuum” í SÍM húsinu, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.

Uppákoman er leikur með notkun íslensks raddmáls, íslensks táknmáls og þýsks raddmáls. Í gagnvirkum gjörningi munum við kanna möguleika og takmörk tungumálanna og gera tilraunir með notkun þess.

stilla úr your icelandic
stilla úr your icelandic

your icelandic – a continuum sameinar heyrnarlausa, heyrnarskerta og heyrandi leikara í gjörningi þar sem leikið verður með upplifanir sem tengjast notkun tungumála og þau áhrif sem útilokun og þátttaka skapar.

Einnig verður stuttmyndin “your icelandic” eftir Aimée sýnd og í lok uppákomunnar verður boðið upp á hressingu og opið spjall.

Nú liggur fyrir á Alþingi, frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, þar sem lagt er til að íslenskt táknmál verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra.

 

English

your icelandic – a continuum

performative intervention and interactive short movie screening

by Ástbjörg Rut Jónsdóttir & Aimée Xenou and friends

 

Tuesday, March 8th, 8pm

The event will take place at the Gallery of SÍM

(Samband íslenskra myndlistarmanna – The Association of Icelandic Visual Artists) Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Sími: 551 1346 – netfang: sim@sim.is

This performance will play with spoken Icelandic, Icelandic Sign Language and spoken German. In an interactive manner, with the audience we will explore and experiment with the limitations and potential of language and its use.

your icelandic – a continuum brings together hearing impaired, deaf, and hearing actors in a performance that will play with notions of exclusion and inclusion through language.

This event includes the screening of Aimée’s movie “your icelandic” and will be followed by a reception to encourage a discussion.

A legal bill to frame Icelandic sign language as first language of the deaf in this country is currently pending at the Icelandic Parliament.

Leave a Reply

Your email address will not be published.