Sýning Nes listamanns á Akureyri

Myndlistamaðurinn Jude Griebel frá Kanada verður með sýningu í Populus tremula á Akureyri um næstu helgi.

Jude dvaldi í Nesi í ágúst á síðasta ári. Afterworks eru verk þar sem Jude hefur fengið fólk sem hann þekkir til að skrifa sér texta þar sem það lýsir því hvað það heldur að gerist eftir að það deyr. Hann málar síðan verk útfrá sinni túlkun á textanum.

Í verkum Jude á sér stað samræða um sjálfsmynd mannsins í teikningum sem í senn eru ímyndanir og byggðar á lífshlaupi hans og sýna manninn í táknrænum og yfirnáttúrulegum aðstæðum.

Sýningin opnar klukkan 14 laugardaginn 30.apríl.

Til að sjá verk eftir Jude endilega kíkið á heimasíðuna hans http://judegriebel.com.

Nes artist Jude Griebel from Canada will open a exhibition in Gallery Populus tremula in Akureyri next weekend. The exhibition opens at 2 pm on Saturday.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.