Hvað viltu sjá á sjóndeildarhringnum?

Nes listamiðstöð bauð í vikunni krökkum á Skagaströnd upp á námskeið í skapandi list. Leiðbeinandi var Kendra Walker, kanadísk listakona, búsett í París.

Námskeiðið var utan dyra og valdi hún því stað á planinu við við gömlu rækjuvinnsluna. Það var í því fólgið að teikna það sem krakkarnir vildu sjá úti sjóndeildarhringinn.

Þeir fengu krítar í nokkrum litum og hófust svo handa við að teikna.

Eins og sjá má á myndunum hafa krakkarnir ansi frjótt ímyndunarafl. Meira að segja þeir sem ekki vildu teikna tóku þátt með því að teikna með hjólunum … Kendra lét þá lita dekkin og krakkarnir hjóluðu um planið og „skrensuðu“ svo úr urðu einhvers konar afstrakt myndir.

Yfir tuttugu krakkar tóku þátt í námskeiðinu.

 


Leave a Reply

Your email address will not be published.