Looking for treasure

Some of the Nes artists decided to hike up Spákonufell mountain yesterday with Sara Rut our sommer intern.

Spákonufell means in english “The Fortune Teller’s Mountain” or “Prophetess Mountain.”  The story goes that the founder of Skagaströnd was Þórdís spákona, a fortune teller and prophetess who lived on a farm at the foothill of the mountain.  She was considered a very wise and intelligent woman, and is described in several Icelandic sagas as a witch with magical powers and the ability to see the future.

Every day, Þórdís spákona would leave her farm and trek up to the mountain, where she would comb her hair with a special gold comb.  Near the end of her life, when she could feel her death approaching, she hid a chest filled with the all treasures and fortune she accumulated throughout her life somewhere in the mountain.  She put a spell on the chest so that the only person who could find it would be a woman who was never baptized under any religion, and who had never learned the words or dogma of any God.  No such woman has ever lived in Iceland, and so the treasure has never been found.

Photos by Sara Rut Fannarsdóttir

Nokkrir af listamönnum Ness ákváðu að ganga á Spákonufellið í gær undir leiðsögn Söru Rutar sem er sumarstarfsmaður hjá okkur.

Á seinni hluta 10. aldar bjó Þórdís spákona á bænum Spákonufell, sem er nú innan bæjarmarka Skagastrandar. Getið er um hana í mörgum fornsögum og sagt að hún hafi verið fjölkunnug. Segir frá henni í Kormákssögu og Vatndælasögu og auk þess í þjóðsögum.

Skemmtilegust er þó sagan af auðæfum Þórdísar sem hún náði að fela í kistu og koma fyrir á klettasyllu í Spákonufellsborg. Hún sagði: „að sú kona skyldir eignast kistuna og öll þau auðæfi sem í henni væru, sem væri svo uppalin, að hún væri hvorki skírð í nafni heilagrar þrenningar, né nokkur góður guðstitill kenndur, og mundu þá gripirnir liggja lausir fyrir henni, og hún eiga hægt með að ljúka kistunni upp. En öllum öðrum skyldi sýnast kistan klettur einn og bergsnagi fram úr, þar sem lykillinn væri, og svo lítur hún út enn í dag.“ Fáum sögum fer af gullinu og hefur líklega enginn náð henni enda skilyrði sjálfrar spákonunnar ansi ströng og jafnvel hugsanlegt að þau hafi eitthvað bjagast í meðförum kynslóða á tíu öldum og því svari gullkistan ekki lengur nokkru áreiti. Spákonufellsborg er þó ákaflega fallegt fjall og skemmtilegt uppgöngu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.