Kvikmyndasýningar í Kántrýbæ // Movie screening at Kántrýbær

NES, in cooperation with the University of Iceland research center and Kántrýbær, will be hosting a serse of Icelandic movies. The first of these will be Friday night at 21:30.

NES Listamiðstöð, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Kántrýbær ætla á næstu misserum að standa fyrir kvikmyndasýningum á Skagaströnd.
Sýningarnar verða í Kántrýbæ og mun fyrsta myndin verða sýnd n.k. föstudagskvöld kl 21:30.

Heimildarmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson.
Nánar um myndina:
Séra Jón Ísleifsson hefur verið sóknarprestur í Árnesi Ströndum í 12 ár. Hann lifir lífinu á sinn eigin sérstæða máta og af honum eru margar sögur bæði sannar og ósannar. Í kjölfar langvinnra deilna innan safnaðarins er svo komið að mikill meirihluti sóknarbarna hefur skrifað undir vantraust á séra Jón og lýst því yfir að þau vilji ekki að hann starfi lengur sem sóknarprestur í Árnesprestakalli. Er séra Jón óhæfur prestur? Eða eru aðrir kraftar að verki? Hvað sem því líður er séra Jón maður sem er staddur á miklum tímamótum.
Jón og séra Jón vann áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar í vor og hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum við miklar vinsældir.

Miðaverð 1.250 kr

Leave a Reply

Your email address will not be published.