NES – Kunstlerhaus Lukas Exchange Program

Image courtesy of The Peripheral Society, NES, July 2012.
Image courtesy of The Peripheral Society, NES, July 2012.

Nes offers artists working in Iceland the opportunity to attend Kunstlerhaus Lukas for one month in 2013. The selected artist will attend the German residency courtesy of Nes Listamiðstöð’s international exchange programming. Deadline for Icelandic artists to apply is Sunday, February 24.

Nýr styrkur á vegum SÍM og Ness listamiðstöðvar til dvalar í 
Künstlerhaus Lukas í Þýskalandi. 

Samband íslenskra myndlistarmanna, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og 
Künstlerhaus Lukas hafa gert með sér samstarfssamning til næstu tveggja 
ára um listamannaskipti í gestavinnustofur á Íslandi og í Þýskalandi.

SÍM og Nes auglýsa hér með styrk fyrir listamenn búsetta á Íslandi sem 
áhuga hafa á mánaðardvöl í Kunstlerhaus Lukas listamiðstöðinni í 
Ahrenshoop í Þýskalandi.Styrkurinn felst í niðurfellingu dvalargjalda 
fyrir einn mánuð, en listamennirnir kosta sjálfir ferðir og uppihald. Um 
er að ræða eitt pláss á ári frá hvorri gestavinnustofu. Mögulegir 
dvalartímar eru mars, apíl, júní eða september 2013.

Samkvæmt samstarfssamningnum velur sameiginleg dómnefnd SÍM og Ness 
listamennina úr innsendum umsóknum.

Umsókn sendist í einu skjali á PDF formi á sim@sim.is 
<mailto:sim@sim.is>, eða nes@neslist.is <mailto:nes@neslist.is>og skal 
hún innihalda:

- ferilskrá með netslóð á heimasíðu listamannsins.

- Stutt markmið með listsköpun og þeim þáttum sem áhersla verður lögð á 
meðan á dvölinni í
Þýskalandi stendur.

- Hvaða mánuður af ofangreindum kemur helst til greina vegna dvalarinnar 
og hvað sé annað val.

- 4 jpeg myndir af listaverkum umsækjanda.

*Umsóknir sendist í síðasta lagi fyrir sunnudaginn 24. febrúar n.k.*

Nánari upplýsingar um Kunstlerhaus Lukas er að finna hér 
<http://www.kuenstlerhaus-lukas.de/englisch/index1.php?K%FCnstlerhaus_Lukas>

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.