All posts by vosh58

Námskeið: Aðferðir og tækni í vatnslitamálun

Myvatn
Kennari: Jérémy Pailler
Verð: Frítt
Tímalengd: 3 klst
Hámarksfjöldi þáttakenda: 5
Tímasetning: Laugardagur 14. Júní kl. 13.00-16.00
Staðsetning: Gúttó, SauðárkrókiJérémy Paller er með diploma í Sjónrænum samskiptum (Visual Communication), meistaragráðu í Teiknimyndagerð (Animated Features Practices) og vinnur nú að Doktorsgráðu þar sem hann rannsakar frásagnaraðferðir mynda og kvikmynda. Hann vinnur sjálfstætt sem listamaður, grafískur hönnuður og kvikmyndagerðarmaður í heimaborg sinni, Limoge í Frakklandi, þar sem hann hefur haldið nokkrar sýningar á verkum sínum. Fyrsta stutta teiknimyndin hans er sýnd á ýmsum kvikmyndahátíðum vítt og breitt um heiminn. Fókusinn í verkum Jérémy er að segja sögur í gegnum sköpun sína. Frekari upplýsingar um listamanninn má finna á vefslóðinni: http://jeremy-pailler-art.blogspot.com/

Námskeið: Að skilja aðferðir og tækni í vatnslitamálun og móta sína persónulegu aðferð við notkun vatnslita. Námskeiðið er í tveimur hlutum; kenningar og verklegar æfingar. Þáttakendur munu skoða hreyfingu ljóss, hlutverk litanna auk uppbyggingar málverksins.

Þáttakendur þurfa að hafa með sér
• Úrval af vatnslitapappír
• auk þess ýmiskonar annan pappír til að prófa möguleikana
• Vatnsliti og/eða litað blek
• Útval af mismunandi penslum, aðallega hringlaga pensla, í ýmsum stærðum
• Krukku fyrir vatn
• Hreinar tuskur
• Nóg af hreinu þerriefni (þurrkum, eldhúsbréfi eða þ.h. )
• Málningateip

Námskeiðið mun fara fram á ensku
Skráning á námskeiðið sendist á erlaei72@gmail.com með uppl. um nafn og símanr. Einnig má hringja í síma 6987937, Erla Einars.