FNV students visit Nes studios

25 February 2016

_dsc1342

_dsc1347

_dsc1361

_dsc1363


Nes Listamannamiðstöð

Vettvangsferð 23. Sept 2015

Ástrós Eva Guðnadóttir

Við fórum á Nes, Listamannamiðstöð á Skagaströnd. Mér fannst sýningin vera mjög flott og vel sett upp, mér fannst mjög gaman að hlusta á listamennina segja frá verkunum sínum.

image of work by Brian Cheung.

Um listamanninn Brian Cheung, Hann er frá Melbourne Ástralíu. Mér fannst þetta mjög flott hjá honum og hvernig hann gerði verkin sín. Mér fannst líka gaman hvernig hann sagði frá verkunum sínum og hann virtist vera mjög nice. Hann sagði okkur aðeins frá þessu verki og hann sagði að þetta hafi verið síðan að hann fór til París og þetta sér eiginlega bara hvernig honum leið þar.

Elínborg Margrét Sigfúsdóttir

Image of work by Jana Hawkin-Anderson.

Ég valdi þetta verk að því að það er hægt að túlka það á fleiri en einn veg. Ég sá þetta frá mismunandi sjónarhornum. Þegar ég horfði ofan á verkið þá sá ég hendi útúr verkinu en þegar ég horfði fram á verkið þá sá ég þara.

Eymundur Lórens Grétarsson

Jana er skúlptúrari og verkefnið hennar eða listaverkið sem hún gerði nýlega eru um hlutir sem hún sameinar með eitthvað annað sem passar ekki, sem geri það sniðugt. Eins og sést hér á myndinni þá bjó hún til ost og lét það hanga á stöng. Og það virðist vera nokkuð skrítið en samt ekki. T.d. Eins og að geyma pítsu undir koddanum þínum um næturnar til að spara fyrir morgundaginn. Hún nýtir hlutirnar sem við hendum og láta það sameinast við aðra hluti sem við höfum aldrei nokkuð tíman pælt í.

Image of work by Jana Hawkins-Anderson

Kolbrún B J Þrastardóttir

Við lögðum í hann kl 4 á miðvikdeginum 23.sept. ferðinni var heitið á Skagaströnd á listasmiðjuna Nes. Í listasmiðjuni var allskonar að sjá. Það voru myndbönd, skúlptúrar, listaverk og leirgripir svo fátt eitt sé nefnt. Í miðjuni voru sófar og borð, það var hressing í boði fyrir okkur, margir ostar, kex, snakk með ídýfu og svo auðvitað kaffi. Í miðjuni voru nokkrir sofar það sem gestir gátu fengið sér sæti. Einnig var köttur á ferli í bygginguni sem var einhverskonar gæludýr þeirra sem dvelja þarna. Ég ætla að segja frá 3 verkum sem ég rak augun í á meðan ég var þarna að skoða.

Verk nr 3 er einnig fríhendis teikning. Listamaðurinn teiknaði þessa teikningu eftir spýtum og vissi ekki hvernig hún myndi enda. Hún ætlaði bara að halda áfram að gera sömu form aftur og aftur þangað til hún myndi verða ánægð með útkomuna. Formið sem hún teiknaði eftir var spýta sem hún fann í fjöruni. Mér finnst þetta svolítið sérstakt verk en það er hvorki ljótt né flott, ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. En þetta er mjög frumlegt þannig að hún fær prik fyrir það og hún er greinilega vandvirk og þolinmóð.

Kristjana Rós Haraldsdóttir

Mér fannst þetta vera mjög flott sýning og var mikið af hæfileikaríkum listamönnum þarna. Mér fannst allir vera með verk sem voru mjög áhugaverð og fannst mér mjög gaman að sjá hvað listamennirnir voru að gera mismunandi hluti. Þeir listamenn sem mér fannst vera mest spennandi voru Jens Rausch og Brian Cheung.

Kristjana picture of Jens
The artist Jens Rausch.

Fæddur árið 1976 í Fulda sem er borg í Þýskalandi.

Kristjana map of germany

Verkin sem hann er að sýna núna í Nes eru verk sem hann byrjaði á fyrir tveim árum. Þau tengjast öll skógum eins og eru í þýskalandi. Skógar eru alltaf endalaust að vaxa og þar á með breytast þeir, og eru skógar hans viðfangs efni, einnig meðal þess að hann reynir líka að ná að láta koma út eins og verkið sé að ryðgast eða sé ryðgað, hann ætlar sér að brenna gat á eitt verkið sitt svo það muni líta út fyrir að gat hafi myndast á það eftir að hafa ryðgað. Hann notar núna rauða íslenska húsmálingu (sem er úr járnoxun) ekki bara sem grunn fyrir málverkin, heldur líka sem leið til þess að sýna frosið augnablik af stanslausri breytingu og hreyfingu, á meðan striginn og pappírinn eru að fá sinn eigin skammt af járnoxunar ferlinum. Þegar við vorum að tala við hann um verkin hans þá byrjaði hann að tala um hvernig verkin hans líta ekki raunverulega út, þá sagði hann ,,There is always another reality behind the reality’’.

Kristjana picture of jens material
Verkfæri sem hann notar.
Lila

Ég komst líka að því á blogginu hans hvað kötturinn heitir sem var þarna hún heitir Lila. Brian spjallaði við okkur lengi og vel um hitt og þetta. Brian var mest uppáhaldið mitt á þessari sýningu. Hann var svo kurteis og nice og tók tímann í það að tala við okkur og ég kann að meta það. Ég mun algjörlega fylgjast með því hvað hann mun vera að gera næst. Maður lætur ekki svona hæfileikaríkt fólk fram hjá sér fara.

Lilja Dóra Bjarnadóttir

Við lögðum af stað frá skólanum um fjögur leytið á Skagaströnd á listamiðstöðina Nes. Þar var tekið vel á móti okkur og við fórum að rölta um staðinn og skoða okkur um. Listamennirnir voru duglegir að segja okkur frá verkunum og fræða okkur um þau.

Artwork by Claudia Bormann

Þetta er fyrsta verkið sem ég sá sem heillaði mig. Það var vel staðsett þannig að það náði að njóta sín mjög vel.

Það heillaði mig aðalega vegna þess að þetta er málverk og ég heillast mikið af málverkum. Þetta voru frekar gróf málverk af sjónum sem náði mjög til mín.

Sara Líf Huldudóttir

Sara pic of brian work

Við fórum í vettvangsferð á Skagaströnd, í listamiðstöðina Nes. Við áttum auðvitað að hegða okkur vel sem ég vona að við höfum gert. Við skoðuðum öllm listaverkin vel og vandlega og áttum að velja þau 3 sem okkur fannst áhugaverðust eftir 3 listamenn.

En einhverneginn fannst flest öllum hressingarnar og kötturinn meira spennandi en verkin sjálf. Ég skoðaði verkin og fannst mér verkin hans Brian Cheung sem var frá Ástralíu vera mest spennandi, þau voru ekki öll skipulög , semsagt hann gerði bara það sem kom í huga hans sem sýnir að hann hefur mikið ýmindunarafl.

Ég get viðurkennt að sum verk skildi ég ekki en það þýðir ekki endilega að þau séu slæm, kanski skil ég bara ekki listrænuhlið verksins. Ég fékk mér hressingar svo sem poppsnakk og kex með piparosti sem var mjög gott, eftir að ég fékk mér hressingu fór ég og skoðaði verkin hennar Outi Kallio sem er finnsk og gerir flest verk sín með vatnslitum, í einni bók einblíndi hún mikið á hesta og voru þeir allir mjög vel teiknaðir og fannst mér það mjög flott. Sara picture of OutiÞað var líka einn listamaður sem ég veit ekki hvað heitir , mér leist mjög vel á verkin hans en því ég er svo kvíðin hafði ég mig ekki í það að spurja til nafns.

Þaðan fór ég og skoðaði verkin hennar Charal Hatfield. Charal gerir flest verkin sín úr einskonar leir en er aðalega að vinna með skúlptúra og annað tengt því, einnig er hún mjög vinaleg, aðrir lista menn báðu hana um að gera skál handa sér og henni fannst það ekkert mál. Svo leið að lokum að við fórum heim og mér persónulega finnst mjög gaman að skoða list því ég elska að sjá eitthvað sem grípur augað mitt. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtileg og hér fyrir neðan mun eg setja myndir af listaverkum listamannana sem ég talaði um áðan.

Ceramics by Charal Hatfield

CharalHatfield

Skagaströnd, Iceland