NES listamiðstöðvar og Textílsetur Íslands

Heimsókn listamanna í skóla á Norðurlandi vestra haustið 2017

Þann 22. maí 2017 var haldinn kynningarfund á Skagaströnd vegna verkefnisins ,,Aukið samstarf listamanna/listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra” á vegum SSNV og Alexandra Litaker, umsjónarmaður verkefnisins. Tilgangur fundarins var að kynna starfsemi NES listamiðstöðvar og Textílsetur Íslands, sem starfræktar eru á Blönduósi og Skagaströnd, fyrir fulltrúa skóla ásvæðinu og skoða hvernig væri hægt að efla samstarf. Í lífsháttakönnun sem gerð var árið 2013 meðal nemenda 8.-10. bekkjar á Norðurlandi vestra kom fram sérstaklega mikill áhugi á listmenntun. Katharina Schneider framkvæmdastjóri Þekkingarsetursins á Blönduósi lýsti yfir áhuga setursins að koma að verkefninu og haldinn var samráðsfundur með Alexandra Litaker í framhaldinu.

Ákveðið var að Þekkingarsetrið á Blönduósi myndi standa fyrir tilraunaverkefni haustið 2017 í formi heimsókn listamanna í skóla. Markmiðið var að efla samstarf milli listamiðstöðva og skólastofnanir á svæðinu og gefa nemendum tækifæri að kynnast fjölbreytileika listanna frá ólíkum menningarheimum. Verkefnið var kynnt fyrir fulltrúum allra skóla á svæðinu, en Alexandra Litaker sendi bréf þar sem skólar voru beðnir um að skoða möguleiki á þátttöku og skrá sig. Verkefnið var svo sett í hendur Katharina Schneider.

Alls svöruðu sjö skólar á Norðurlandi vestra og lýstu yfir áhuga á að taka þátt. Í samráði við skólastjóra og/eða kennara og stjórnendur listamiðstöðvarnar tvær voru skipulagðar dagsheimsóknir (eða u.þ.b. 2-4 kennslustundir) listamanna í viðkomandi skóla. Efirfarandi skólar voru heimsóttir á tímabilinu 24. október – 14. desember:

Fjölbrautaskóli á Sauðárkróki, 24. október 2017. Tengilliður var Ingileif Oddsdóttir, skólastjóri. Haldnar voru kynningar á vegum Kristine Woods (Textílsetur), textíllistamaður og aðstoðarprófessor við Maryland College of Art, Meghan Bissett og Selina Latour (NES), fjöllistamenn frá Kanada, fyrir nemendur skólans á nýsköpunarbraut og í kvikmyndanámi.

Höfðaskóli á Skagaströnd, 26. október. Tengilliður var Vera Ósk Valgarðsdóttir, skólastjóri. Maggie Dimmick (Textílsetur) fatahönnuður og listamaður frá Bandaríkjunum og Laura-Bethia Campbell (NES), listakona frá Bandaríkjunum / Hollandi kynntu sjálfa sig og listamannaferil sinn og fjölluðu m.a. um viðfangsefni ,,fast fashion” og umhverfisvæna framleiðslu á fatnaði fyrir nemendur í 5. – 7. og 8. – 10. bekk.

Grunnskólinn Austan vatna á Hofsósi, 27. október. Tengiliður var Björk Hlöðversdóttir, kennari. Caroline Forde (Textílsetur), listamaður og búningahönnuður frá Kanada og Keg de Souza (NES), hönnuður og fjöllistamaður frá Ástralíu sem hefur m.a. verið stýrt listviðburðum á Biennale í Sydney, kynntu sjálfa sig og listamannaferil sinn og fjölluðu m.a. um atvinnutækifæri við kvíkmynda- og sjónvarpsframleiðslu fyrir enskunemendur úr 8 – 10 bekk.

Blönduskóli á Blönduósi, 27. október. Tengilliður var Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri. Maggie Dimmick (Textílsetur) fatahönnuður og listamaður frá Bandaríkjunum kynnti sjálfa sig og listamannaferil sinn og fjallaði um viðfangsefnið ,,fast fashion” og umhverfisvæna framleiðslu á fatnaði fyrir nemendur í 8 – 10 bekk. Daphna Blüdnikow og Julie Sander (Textílsetur), nemendur frá handavinnuskóla í Danmörku, sýndu aðferðir í útsaum og hvernig er hægt að laga föt á skemmtilegan hátt fyrir nemendur í textílmennt á miðstigi.

 Árskóli á Sauðárkróki, 14. & 15. nóvember 2017. Tengilliður var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, skólastjóri. Aaron Palabyab, kvíkmyndagerðamaður frá Fillípseyjum (NES) hafði umsjón með vinnustofu í kvíkmyndagerð fyrir nemendur skólans auk hóps Erasmus skiptinema í NES stúdíó á Skagaströnd þann 14. nóvember. Alexia Brehas (NES), grafískur hönnuður og myndlistamaður frá Ástralíu, hafði umsjón með námskeiði í hönnun vörumerkis (lógó) fyrir sama nemendahópinn á Sauðárkróki þann 15. nóvember.

Varmahlíðarskóli í Varmahlíð, 12. desember 2017. Tengilliður var Írís Olga Lúðvíksdóttir, kennari. Kerryn McMurdo (NES), dansari frá Nýja Sjálandi fjallaði um strauma og stefnur í dans og danshönnun og myndræn úrvinnsla af danssýningum fyrir nemendur skólans í 8 – 10 bekk. Melody Woodnutt (Textílsetur), fjöllistamaður sýndi aðferð við að þæfa ull auk þess að fjalla um áhríf búninga í listum.

Húnavallaskóli í Húnavatnshreppi, 14. desember 2017. Tengilliður var Sigríður Aadnegard, skólastjóri. Amy Claire Mills (Textílsetur), sviðslistamaður frá Ástralíu kynnti sjálfa sig og listamannaferil sinn fyrir nemendum í 8 – 10 bekk og sýndi sérstakan búning sem hún hannaði í Textílsetrinu. Rianne White (NES), kvíkmyndagerðamaður frá Skotlandi fjallaði um gerð tónlistamyndbanda og sýndi myndband sem hún vann fyrir skosk hljómsveit árið 2017.

Þekkingarsetrið stýrði og fjármagnaði tilraunaverkefnið. Stefnt er á að halda samráðsfund með fulltrúa listamiðstöðva og skóla í byrjun árs 2018 til að ræða árangur verkefnisins og hugsanlegt framhald.

 

 

Blönduós, 18. desember 2017

 

Katharina Schneider,

verkefnastjóri.

 

Skagaströnd, Iceland