Það er – innflutningur á fjölskyldu – annar hluti

eftir Aimée Xenou

lokaviðburður
Sunnudaginn 27. febrúar klukkan 18 í Frystinum Nesi listamiðstöð

Ætilegur gjörningur og upplestur

Aimée og Heike móðir hennar ásamt Ólafíu munu flytja stuttan sjálfsævisögulegan lestur á íslensku, ensku og þýsku. Þær munu flytja úrdrætti úr bréfum sem hafa ferðast yfir hafið til Skagastrandar.

Lesturinn mun fara fram milli klukkan 18:00 og 18:30

Eftir það um klukkan 18:30 munu Aimée og Heike móðir hennar gefa öllum Skagstrendingum að borða mat sem er merktur hverjum og einum – þið verðið að koma og njóta matarins.

Viðburðurinn er ókeypis og allir eru velkomnir. Aimée hlakkar til að gefa ykkur öllum að borða.

Sýning og gjörningur

Sýningin Light Rock verður opin í Frystinum alla helgina frá klukkan 13 til 17. Á sunnudaginn verða þau Shiloh og Roland með listamannaspjall klukkan 14 þar sem þau segja okkur frá verkum sínum og dvöl sinni hér. Á sunnudaginn verður einnig gjörningur í Hólaneskirkju með tónlist og dansi klukkan 20. Við hvetjum alla til að koma og gera sér glaðan dag á Skagaströnd og mælum við eindregið með því að allir byrji á því að fá sér súpu í Fellsborg til styrktar Ungmennafélaginu Fram.

Light Rock – sýning í Frystinum gallerí Ness listamiðstöðvar


Light Rock – er innsetning eftir Kanadísku listamennina Roland Eickmeier and Shiloh Sukkau sem dvalið hafa í Nesi listamiðstöð síðan í byrjun nóvember.

Sýningin verður opin í Frystinum gallerí Ness listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 Skagaströnd fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 13 til 17 dagana 3.febrúar til 13.febrúar. Hægt er að hafa samband í síma 8987877 til að láta opna á öðrum tímum.

Sýningin opnar fimmtudaginn 3.febrúar klukkan 18

shilohsukkau@hotmail.ca recmeier@gmail.com


Námskeið í japanskri pappírsgerðarlist

Sunnudaginn 19. desember klukkan 13 til 17 verður haldið námskeið í japanskri pappírsgerðarlist á vegum Ness listamiðstöðvar. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Tatiana Ginsberg pappírslistakona frá Bandaríkjunum sem dvelur hjá Nesi. Námskeiðið mun fara fram í vinnustofu Ness listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 á Skagaströnd. Tatiana mun kenna þátttakendum að búa til pappír samkvæmt gömlum japönskum aðferðum.
Skráning fer fram hjá Ólafíu Lárusdóttur í síma 898-7877 eða með með því að senda tölvupóst á netfangið olafia@neslist.is.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Vinsamlegast gerið ráð fyrir að fötin ykkar blotni og hafið með ykkur handklæði og föt til skiptana.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Tatiana Ginsberg, leiðbeinandi og Aimée Xenou, skipuleggjandi

 

 

Skiptimarkaður í Nesi listamiðstöð

Í dag 16.september opnar skiptimarkaður í Nesi listamiðstöð klukkan 18:00.

Fyrir skiptimarkaðnum standa listakonurnar Marion Bösen og Anja Fuβbach frá Þýskalandi. Skiptimarkaðurinn fer þannig fram að allir geta komið með eitthvað sem þeir hafa gert sjálfir og skipt því fyrir listaverk eftir þær Anja, Marion og vini þeirra.  Eins og sjá má að upptalningunni hérna fyrir neðan er hægt að skipta við þær á nánast hverju sem er svo lengi sem þú býrð það til sjálfur eða framkvæmir það sjálfur. Ekki er nauðsynlegt að koma með eitthvað til að skipta við þær strax í dag, endilega kíkið við og skoðið hvað er í boði og notið síðan hugmyndaflugið til að búa til eða gera eitthvað fyrir þær í skiptum fyrir plakat, geisladisk eða dvd.

Skiptimarkaður
Nes Listamiðstöð, Ísland
16. -26.september 2010

Myndir, tónlist og kvikmyndir úr daglegu lífi okkar í Bremen

Við viljum bjóða þér okkar eigin listaverk til skiptanna:
grafíkverk, bækur, geisladiska, stuttmyndir og dvd.

Ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega koma og við skiptum:

-Ef þú ert ljósmyndari þá geturðu tekið myndir af okkur
-Ef þú ert bakari geturðu bakað köku handa okkur
-Ef þú átt bát þá geturðu farið með okkur í bátsferð
-Ef þú ert listamaður þá getum við fengið verk frá þér
-Ef þú átt hesta þá getum við farið í sameiginlegan reiðtúr
-Ef þú ert góður kokkur þá geturðu elda fyrir okkur
-Eða þú ferð með okkur í Kántrýbæ
-Eða þú ferð með okkur í sund
-Eða þú segir okkur sögur
-Eða þú ferð með okkur á safn
-Eða þú gerir bara eitthvað allt annað í skiptum fyrir hluti frá okkur!

Veltu fyrir þér hvað það er sem þig langar í og hvað það er sem þú vilt að við fáum í staðinn. Við ætlum að gera heimildarmynd um þennan skiptimarkað og sýna heima í Bremen.

Sýningin opnar 16.september klukkan 18:00
Sýningartími (skiptitími) er á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá klukkan 15:00 – 18:00 að Fjörubraut 8 Skagaströnd. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 10:00 til 17:00.

Skagaströnd, Iceland